Salat með túnfiski, grænmeti, sjávarþangi og sterku majó sem minnir helst á sushi í skál. Einfaldur, fljótlegur og fallegur réttur fyrir öll tilefni.
Sushi salat
Ódýrt og hollt salat sem minnir á sushi í skál! Salatið tekur enga stund að gera og er fallegt í framreiðslu.
Ingredients
- 2 Avocado
- 2 Túnfiskdósir
- 2 Gulrætur
- 1 Gúrka
- 4 g Sushi sjávarþang
- 200 g Edamame baunir
Instructions
- Setjið vatn í pott, náið upp suðu og setjið baunirnar í. Sjóðið í 4-5 mínútur og setjið svo baunirn í stóra salat skál.
- Skerið avocado og gúrku í bita. Skrælið gulrætur. Bætið öllu í skálina.
- Bætið túnfisknum við.
- Rífið niður sjávarþang og bætið í skálina.
- Dreifið Siracha sósu og létt-majónesi yfir eftir smekk og blandið öllu saman.
- Berið fram.
Macros (fyrir fjóra):
- Fita: 65,7 g
- Kolvetni: 51 g
- Prótein: 66,4 g
- Kkal: 1061