Rjómalagað kjúklingapasta
Einfalt, fljótgert og ódýrt kjúklingapasta
Ingredients
- 450 gr Kjúklingabringur
- 250 gr Pasta skrúfur
- 250 gr Matreiðslurjómi
- 173 gr Tomato pasta sauce
- 75 gr Piparostur
- 1 teskeið kjúklingakrydd krydd
- 1 teskeið reykt paprika krydd
- 1 teskeið hvítlauksduft krydd
- 1 teskeið paprika krydd
- 1 teskeið piparblanda krydd
Instructions
- 1. Setjið vatn í pott og saltið vatnið örlítið. Bíðið eftir að suða komi upp og bætið pasta út í. Lækkið hita og látið pasta sjóða í u.þ.b. 8 mínútur. 2. Hitið olíu á pönnu. 3. Skerið kjúkling í bita (stærð eftir smekk). 4. Bætið kjúklingi á pönnu og steikjið þar til allir bitar eru ekki bleikir. Lækkið hita og kryddið. 5. Bætið við rjóma á pönnu og rífið ostinn yfir. Hrærið vel og látið malla í nokkrar mínútur. 6. Bætið tomato pasta sauce við og hrærið vel saman. Hafið á lágum hita og látið malla. 7. Þegar pastað er tilbúið, hellið vatni af og bætið pastaskrúfunum við pönnuna. Hrærið vel saman og leyfið því að malla í nokkrar mínútur. Ef það eigið lok á pönnuna er gott að setja það á. 8. Voila, njótið elskurnar – Kryddpíurnar.
Notes
Macros:
Prótein: 125gr
Kolvetni: 163gr
Fita: 33gr
Kalóríur: 1431