Þennan brauðrétt þekkja allir Íslendingar og hann er alltaf jafn vinsæll í veislum
Aspas brauðréttur
Ingredients
- ½-1 stk Heilhveitibrauð Má hafa aðra gerð af brauði
- 1 dós Campell's sveppasúpa
- 1 dós Aspas og aspassafi (400gr)
- 1 ½ dl Rjómi
- 2 msk Majónes
- 200 gr Skinka
- 1 poki rifinn ostur
Instructions
- Smyrjið stórt eldfast mót með olíu
- Tætið brauðið í litla bita og setjið í botninn á forminu. Pressið svo aðeins brauðinu niður svo það sé pláss fyrir restina af hráefnunum
- Hrærið saman í skál sveppasúpunni, rjómanum, majónesi og safanum af aspasinum
- Brytjið aspasin og skinkuna í smá bita og blandið saman við blönduna
- Hellið yfir brauðið og jafnið út ef þarf
- Setjið rifinn ost ofaná
- Setjið Töfrablönduna ofaná ostinn
- Bakið við 175°c í 30-45 mín
- Berið fram heitt
Töfrablandan dásamlega
Hentar vel ofaná alla ofnrétti
Ingredients
- 4 msk Brauðraspur frá Flóru
- 2 tsk Sítrónupipar frá Prima
- 2 tsk Season All frá Prima
- 2 tsk Laukduft frá Prima
- 2 tsk þurrkuð Steinselja frá Prima
- 1 tsk Hvítlauksduft frá Prima