Bananabrauð úr brúnum bönunum
Brúnir banananar eru ekkert sérlega girnilegir til að grípa beint og borða. Þá er tilvalið að baka úr þeim bananabrauð. Deigið má líka setja í muffinsform, þá styttist bara bökunartíminn um nokkrar mínútur.
Ingredients
- 2 bollar Hveiti
- 1 bolli Sykur
- 4 stk Bananar, brúnir
- 1 tsk Matarsódi
- 1 tsk Eðalborðsalt
- 1 tsk Lyftiduft
- 1 stk egg
Instructions
- Hitið ofninn í 180°C
- Smyrjið bökunarform með oliu eða bökunarspreyi
- Blandið þurrefnunum saman í skál; hveiti, sykur, matarsóda, salti og lyftidufti. Blandið vel saman.
- Afhýðið bananana og stappið saman í annari skál, þar til þeir verða að bananamauki.
- Brjótið eggið út í skálina með bananamaukinu og blandið saman.
- Hellið blautu efnunum saman við þurrefnin og blandið saman með sleikju.
- Setjið deigið í smurt formið.
- Bakið í 40 mínútur á 180°C
Notes
Best ylvolgt úr ofninum.
Brytjað súkkulaði saman við deigið býr til spariútgáfu.