Beikonvafðar döðlur
Beikonvafðar döðlur eru klassískur smáréttur sem bera má fram við hvaða tilefni sem er. Einfalt og allir fjölskyldumeðlimir geta verið með í eldhúsinu þegar þessi réttur er galdraður fram.
Ingredients
- 1 pakki Döðlur, steinlausar
- 1 bréf Beikon, sneiðar
Instructions
- Hitið ofninn í 180°C
- Skerið beikonsneiðarnar í tvennt
- Vefjið beikonsneið utan um döðlu og leggið í eldfast mót.
- Endurtakið þar til allar döðlurnar eru umvafðar beikoni
- Bakið í 15 mín eða þar til beikonið er orðið stökkt
Beikonvafðar döðlur passa frábærlega á ostabakkann ásamt krydduðu berjachutney.