Brauðstangir og brauðstangasósa

Brauðstangir og brauðstangasósa

Brauðstangir og brauðstangasósa eru eitt, án hvors annars vantar alltaf eitthvað. Þetta eru eiginlega tvær uppskriftir, en eru yfirleitt alltaf eldaðar saman.

Brauðstangir

Brauðstangir

Það er auðvelt að gera sínar eigin brauðstangir, það erfiðasta er að bíða meðan deigið hefar sig. Með því að gera brauðstangirnar heima, þá geturðu ráðið hvað þú gerir mikið magn og ekkert víst að þær klárist alveg strax.
Prep Time 1 hour
Cook Time 12 minutes

Ingredients
  

 • 3 dl volgt vatn
 • 1 msk sykur
 • 1 bréf þurrger
 • 3 msk olia
 • 4 bollar hveiti
 • 150 gr smjör, brætt

Kryddblandan á brauðstangirnar

 • 2 msk parmesan ostur
 • 1 msk oregano
 • 1 msk hvítlauksduft
 • 1 msk hvítlaukssalt
 • 1 msk basil

Instructions
 

 • Í hrærivélaskál, setjið vatn, sykur og ger og leyfið því að standa í 2 mínútur. Bætið þá við olíu og salti
 • Setjið krókinn á hrærivélina og bætið við 3 bollum af hveiti. Hrærið þar til deig myndast
 • Aukið hraðann í miðlungshraða og hrærið í 5 mínútur, bætið við hveiti þar til deigið verður þykkara
 • Smyrjið ofnskúffu með bráðnu smjöri (ekki allt) og setjið til hliðar.
 • Breiðið deigið út svo það passi í ofnskúffuna. Penslið með brædda smjörinu. Leggið stykki eða matarfilmu yfir formin og leyfið deiginu að hefast í 1 klst við stofuhita.
  Brauðstangir í bígerð
 • Blandið saman kryddblöndu fyrir brauðstangirnar í skál og setjið til hliðar (ekki bakað með)
  Kryddblanda á brauðstangir
 • Hitið ofninn í 220 gráður.
 • Skerið brauðstangirnar með pizzahjóli
  Kryddblanda á brauðstangir
 • Bakið í 10 – 12 mín eða þar til brúnirnar eru gullinbrúnar
  Brauðstangir
 • Eftir að brauðstangirnar eru teknar úr ofninum, eru þær penslaðar með smjöri og kryddblöndunni stráð yfir. Látið kólna í 5 mínútur og berið þá fram.
  Brauðstangir
Brauðstangasósa

Brauðstangasósa

Brauðstangasósa til að dýfa í nýbökuðum brauðstöngum, sem bráðna í munni. Góð hráefni og einföld aðferð gera þetta að veislu við hvaða tilefni sem er.
Cook Time 20 minutes

Ingredients
  

 • 1 dós tómatar, maukaðir
 • 2 msk pizzakrydd
 • 1 tsk oregano
 • 1 tsk basil
 • 1 tsk hvítlauksduft

Instructions
 

 • Setjið tómatana og kryddin saman í pott.
 • Látið suðuna koma upp, lækkið hitann og leyfið sósunni að malla í 20 mín
 • Maukið með töfrasprota í lok suðutímans
  Brauðstangasósa