Það er enginn kavíar í þessari uppskrift að kúrekakavíar. Bara ferskt og bragðgott grænmeti ásamt næringarríkum baunum. Frábær hráefni sem koma saman og gera litskrúðugt snarl á veisluborðið. Hollari kostur með uppáhalds snakkinu.
Brauðstangir og brauðstangasósa eru eitt, án annars vantar alltaf hitt. Biðtíminn er það erfiðasta við þessa uppskrift.
Umvefðu döðlur með beikoni og njóttu. Allir fjölskyldumeðlimir geta tekið þátt í að galdra þennan dásamlega smárétt fram í eldhúsinu.
Fersk basilikka, Piccalo tómatar og ostakubbur með pasta er fljótlegt að elda og gott til að grípa með sér.
Holl og góð fita úr avacado getur verið valkostur til að smyrja í stað þess að nota mjólkurvörur eða unnan sterkju.
Gerðu hafragrautinn tilbúinn kvöldinu áður. Hann verður tilbúinn sjálfur í ísskápnum og getur verið morgunmatur, millimál eða nesti í hádegisverð.
Súkkulaðimöndlumjólk má nota í þeytinga og boozt. Kaldur hafragrautur með súkkulaðimöndlumjólkinni er líka dásamleg tilbreyting.
Orkumikill þeytingur með klípu af kanil sem gefur honum skemmtilegt bragð.