20210925 184516

Fiskibaka með blaðlauk og osti

20210925 184516

Fiskibaka

Hér er stuttlýsing á uppskriftinni. Summary
Prep Time 10 minutes
Cook Time 15 minutes
Course Aðalréttir
Servings 4

Ingredients
  

Botn

  • 150 gr hveiti
  • 100 gr smjör eða 50 gr olía
  • 1 stk egg
  • smá Eðalsalt frá Prima

Fylling

  • 600 gr soðinn fiskur að eigin vali
  • 100 gr ferskur Blaðlaukur, frekar fínt skorinn
  • 5 stk egg
  • 1 dl rjómi eða mjólk
  • 100-150 gr rifinn ostur
  • 2 tsk Eðalsalt frá Prima
  • ½ tsk Svartur pipar frá Prima
  • ½-1 dl Graslaukur eða Steinselja

Instructions
 

Undirbúningur

  • byrjið á að búa til botninn og kælið deigið í ísskáp
  • sjóðið fiskinn í 10 mín en tilvalið er að nota afganga
  • hitið ofninn í 180°c
  • skerið niður blaðlauk og graslauk eða steinselju
    20210925 155221
  • Takið fiskinn upp úr pottinum, og leyfið honum að kólna aðeins á meðan þið búið til fyllinguna
  • Smyrjið stórt hringlaga eldfast mót með olíu

Botn

  • setjið hveiti og salt í skál og myljið smjörið útí
    20210925 152738
  • bætið við eggi og hrærið þangað til þið eruð komin með mjúkt deig
  • Kælið degið í ísskáp í ½ klst
  • fletjið út deigið og setjið í botninn á vel smurðu eldföstu móti. Reynið að passa að þykktin sé svipuð allstaðar og deigið nái aðeins upp á hliðarnar
    144012 20210927023322 Edit

Fylling

  • hrærið saman egg, rjóma (mjólk), rifna ostinum , pipar og salt
  • bætið við söxuðum graslauk eða steinselju
  • Leggið fiskinn ofaná deigið í forminu
    144017 20210927023146 Edit
  • Stráið söxuðum blaðlauk yfir, hann má líka hræra útí eggjahræruna
  • Hellið eggjahrærunni svo jafnt yfir fiskinn
    144015 20210927023014 Edit
  • Bakið á 180°c í 20-25 mín eða þangað til bakan er orðin fallega brún
    20210925 184516
  • Berið fram með fersku saltati og hrísgrjónum
Keyword fiskur