Grænmetislasagna

Grænmetislasagna

Grænmetislasagna, hráefni

Grænmetislasagna

Grænmetislasagna þar sem soðnar grænar linsubaunir eru notaðar í stað þess að nota kjöthakk. Hægt er að sjóða linsubaunirnar fyrirfram, þá er gott að sjóða mikið í einu og setja í frysti. Í þessum rétti eru notaðar mjólkurvörur, rjómaostur og rifinn ostur, en þeim má að sjálfsögðu skipta út fyrir vegan ost, ef markmiðið er að gera réttinn í veganútfærslu.
Prep Time 15 minutes
Cook Time 45 minutes

Ingredients
  

  • 2 bollar Linsubaunir, soðnar
  • 1 stk Laukur
  • 2 stilkar Sellerí
  • 4 stk Gulrætur
  • 2 msk Olía, til steikingar
  • ½ stk Paprika, rauð
  • ½ stk Paprika, græn
  • 1 dós Tómatmauk
  • 800 ml Vatn

Kryddblanda

  • 1 msk Paprika
  • 1 msk Hvítlauksduft
  • 2 msk Pizzakrydd frá Prima

Ostar

  • 200 gr Rjómaostur
  • 100 gr Ostur, rifinn

Instructions
 

  • Grænar linsur eru soðnar í potti með grænmetiskrafti, þarf ekki að fullsjóða. Gott er sjóða mikið í einu, setja í frysti og eiga þangað til næst.
  • Skerið lauk, sellerí, gulrætur, papriku í smáa bita
  • Blandið kryddblönduna í skál og setjið til hliðar
    Grænmetislasagna, kryddblanda
  • Steikið lauk, gulrætur og sellerí í stutta stund
    Grænmetislasagna, panna 01
  • Bætið við paprikunni og steikið áfram
    Grænmetislasagna, panna 02
  • Bætið þá við soðnu linsubaununum og kryddblöndunni
    Grænmetislasagna, panna 03
  • Tómatmaukinu, grænmetiskrafti og vatni er þá bætt við og látið malla í 10-15 mín
    Grænmetislasagna, panna 04

Samsetning

  • Hitið ofninn í 175°C
  • Þá er raðað saman, neðst í eldfast mót fer grænmetisblandan, þar ofaná eru lagðar lasagnaplötur sem smurðar eru með rjómaosti og svo koll af kolli í amk 3 lögum.
    Grænmetislasagna, samsetning
  • Ofaná er lagður rifinn ostur
    Grænmetislasagna, samsett
  • Hitað í ofninum í 15-20 mín, þar til osturinn er gullinbrúnn, takið út og látið kólna í 5 mín

Vörur í færslu

Paprika
Hvítlauksduft
Pizzukrydd
Pizzukrydd