Grafið ærfile
Það er auðvelt að grafa ærfile eða aðra forrétti með kryddum frá Flóru. Það erfiðasta er að bíða eftir að geta smakkað.
Ingredients
- 1 biti Ærfile
- 1 staukur Eðalborðsalt frá Prima
- 1 staukur Hraunsalt frá Flóru
- 1 poki Villibráðar grafblanda frá Flóru
Instructions
- Blandið saman Eðalborðsalti og Hraunsalti til helminga
- Hyljið bitann af ærfileinu alveg með saltblöndunni
- Látið standa í ísskáp í amk 1 klukkustund
- Skolið saltblönduna af og þerrið ærfileið
- Hyljið ærfile að nýju, nú með Villibráðargrafblöndunni
- Vefjið þétt í plast eða vacuumpakkið
- Látið standa í ísskáp í minnst 24 klukkustundir