190220grill

Grillaðar Lambalærissneiðar með heimagerðri Shawarma kryddblöndu og rótargrænmeti

Kryddblandan hentar vel á allar gerðir af kjöti, er mild en bragðmikið.

185843grill

Shawarma

Ingredients
  

 • 2 msk Hvítlauksduft frá PRIMA
 • 2 msk Svartur pipar frá PRIMA
 • 2 msk Allra handa krydd frá PRIMA
 • 1 msk Múskat frá PRIMA
 • 1 msk Kanill frá PRIMA
 • 1 msk Kardimommuduft frá PRIMA
 • ½ msk Chili duft frá PRIMA
 • ½ msk Oregano, þurrkað frá PRIMA
 • ½ msk Eðalborðsalt frá PRIMA
 • 2 tsk Negull

Instructions
 

 • Öllum kryddunum er blandað saman í eina krukku, t.d. sultukrukku eða í stóran kryddstauk.
 • Þetta er frekar stór uppskrift og passar ekki í litlu kryddstaukana en gott er að eiga þessa blöndu til tilbúna að grípa í.
 • Hentar einstaklega vel á kjöt og grillað grænmeti. Mjög bragðmikið en milt.

Notes

kanill kardimommur hvitlauksduft chiliduft allrahanda svarturpipar edalbordsalt oregano muskat negull
190220grill

Grillaðar lambalærissneiðar með Shawarma mareneríngu

Ingredients
  

 • 1 msk Olía
 • 2 msk Shawarma kryddblanda
 • 2 stk Lambalærissneiðar ókryddaðar

Instructions
 

 • olíu og kryddi blandað saman í glas. Gott er að hrista kryddglasið áður en það er opnað.
 • Kjötsneiðarnar settar á disk og lögurinn er smurður á báðar hliðar með pensli.
  123815grill
 • Kjötið þarf að bíða í leginum í a.m.k. klukkustund en best er að gera þetta kvöldið áður og setja svo marineraða kjötið inn í ísskáp í lokuðu boxi.
 • ca. 2 klukkustundum fyrir grillun er gott að taka kjötið úr kælir svo það sé búið að ná stofuhita fyrir eldun
  124412grill
 • Sneiðarnar settar á grillið og grillaðar þangað til tilbúnar.
  184525grill
185843grill

Grillað rótargrænmeti með Shawarma kryddi

Ingredients
  

 • 1 stk Sæt kartafla
 • 1 stk Bökurnar kartafla
 • 1 stk laukur
 • 1 msk Shawarma kryddblanda
 • 1 msk Steinselja
 • 1 msk Hvítlauksolía frá Prima

Instructions
 

 • kartöflunar afhýddar og skornar í litla tenginga.
 • laukur gróft skorinn niður
 • Kartöflur og laukur settar í plastpoka eða plastbox með loki til að blanda í. Þessi uppskrift passar í 4l frystipoka
  173137grill
 • Krydd og Steinselja sett í glas og hvítlauksolíu bætt útí. Hrært vel saman
  174009grill
 • Kryddblöndunni er svo helt ofaní pokann og pokinn hristur vel
 • Hafið smá loft í pokanum, snúið uppá endann og haldið fyrir. Með því blandast kryddið vel og þið fáið jafnan kryddlög yfir allt grænmetið
  174411grill
 • Hellið grænmetinu í álform, setjið á kalt grill og grillið í klst.
  183703grill
 • Gott er að færa formið upp á efri hillu þegar ykkur finnst grænmetið vera búið að brúnast nóg
  190205grill