Kaldur hafragrautur með epli og kanil
Ísskápshafragrautur sem eldar sig sjálfur. Þú setur hráefnin saman í krukku og lætur tímann vinna með þér. Epli og kanill er klassískur toppur, en hnetusmjör og banandi virkar líka, sem og frosin ber og kókosflögur.
Ingredients
- 1 dl Haframjöl
- 1 msk Chiafræ
- 2 dl Mjólk að eigin vali
- 1 tsk Hlynsíróp
- ½ tsk Eðalborðsalt
Instructions
- Settu öll hráefnin saman í krukku og láttu standa í ísskápnum yfir nótt
Toppar
- Epli, afhýtt og brytjað í munnbita, kryddað með kanil
- Banani, sneiddur og 1 msk hnetusmjör
- Ber og kókosflögur
Notes
Frábær tilbreyting er að nota súkkulaðimöndlumjólk í kalda hafragrautinn.