gratin184653

Kartöflugratín með töfrablöndu ofaná

Góður og einfaldur réttur þar sem töfrablandan setur punktinn yfir i-ið

gratin184653

Kartöflugratín

Course Meðlæti

Ingredients
  

 • 1 kg Kartöflur
 • 1 dós Campell sveppasúpa (má líka nota Campell kjúklingasúpu)
 • 2 stk laukar
 • 1 dl rjómi eða eftir þörfum
 • 1 poki rifinn Gratínostur
 • smá olía til að steikja með

Instructions
 

 • Skerið kartöflurnar til helminga og svo í þunnar sneiðar. Ef þið notið bökunarkartöflur þá má alveg skera þær í fjóra parta
  gratin 172628
 • Skerið niður lauk gróflega
  gratin 174648
 • Skellið lauknum á stóra pönnu með olíu og steikið í smá stund
 • Rétt áður en laukurinn byrjar að brúnast bætið þið við kartöflum ásamt sveppasúpu og rjóma
  gratin 175936
 • Minnkið hitann og hrærið varlega öllu saman. Ef ykkur finnst þetta of þykkt þá má bæta við meiri rjóma en sósan þynnist samt alltaf eitthvað í ofninum.
 • Setjið blönduna í eldfast mót og stráið rifnum osti yfir.
  gratin 180736
 • Að lokum setjið þið Töfrablönduna yfir og bakið neðanlega í ofni í klukkustund á 180°C
  gratin 184639
Keyword crispy, gratín, kartöflur, ofn
gratin184659

Töfrablandan dásamlega

Hentar vel ofaná alla ofnrétti
Course krydd

Ingredients
  

 • 4 msk Brauðraspur frá Flóru
 • 2 tsk Sítrónupipar frá Prima
 • 2 tsk Season All frá Prima
 • 2 tsk Laukduft frá Prima
 • 2 tsk þurrkuð Steinselja frá Prima
 • 1 tsk Hvítlauksduft frá Prima

Instructions
 

 • Kryddunum er öllum blandað saman og stráð yfir ostinn
 • Passið að hrista/hræra kryddblönduna fyrir notkun til að fá jafna kryddblöndu.
  gratin 151952