Kartöflur á rósmarínbeði
Ilmurinn úr eldhúsinu þegar kartöflur eru bakaðar á rósmarínbeði er svo lokkandi að þú mátt til með að prófa þessa uppskrift. Ofnbakaðar kartöflur sem passa með sunnudagssteikinni, með grillmat og eru eitthvað sem þú getur vel boðið óvæntum vegan gesti við matarborðið.
Ingredients
- 1 kg Kartöflur
- ½ dl olía
- Salt
- Pipar
- 1 búnt Rósmarín, ferskt
Instructions
- Hitið ofninn í 180°C
- Þvoið og þerrið kartöflurnar
- Skerið kartöflurnar í báta eftir endilöngu, fyrst einu sinni og svo aftur. Setjið í skál
- Veltið kartöflunum upp úr olíu, salti og pipar
- Leggið rósmarín neðst í eldfast mót og dreifið úr kartöflunum þar ofaná
- Bakið í 40 mín þar til kartöflurnar eru gullinbrúnar
Með kartöflum á rósmarínbeði má gjarnan gera soðsósu.