Kjúklingur með appelsínu og mangó
Ofnbakaðar kjúklingabringur með appelsínu og mangó ásamt ljúffengri kryddblöndu. Einnig hægt að nota kjúklingalundir eða kjúklingalærkjöt. Uppskriftin er einföld, allt sett í eldfast mót og bakað.
Ingredients
- 5 stk Kjúklingabringur
- 2 msk Olía
- 1 tsk Laukduft
- 1 tsk Hvítlauksduft
- 1 tsk Karrý
- 1 tsk Papríka
- 1 tsk Turmerik
- 1 dós Froosh með appelsínu og mangó
Instructions
- Hitið ofninn í 200°C
- Leggið kjúklingabringurnar í eldfast mót, makið þær með olíunni
- Blandið kryddblöndunni saman í skál og sáldrið yfir kjúklingabringurnar á báðum hliðum
- Hellið safanum yfir kjúklingabringurnar
- Bakið í 30 mínútur.
Notes
Meðlæti með kjúklingabringunum, þá má bera fram ofnbakað grænmeti og hrísgrjón með ertum.
Vörur í uppskrift




