Kryddbrauð Ingólfs
Einfalt kryddbrauð sem er gómsætt og hægt að henda í ofninn hvenær sem andinn kemur yfir mann. Uppskriftin er svo einföld að það er meira að segja mjög auðvelt að læra hana utanað.
Ingredients
- 3 dl Hveiti
- 3 dl Haframjöl
- 3 dl Sykur (má minnka)
- 3 dl Mjólk
- 1 tsk Kanill
- 1 tsk Negull
- 1 tsk Engifer
- 1 tsk Matarsódi
Instructions
- Öll þurrefni sett í skál og blandað saman
- Bætið mjólkinni saman við og hrærið
- Setjið grautinn í smurt bökunarform
- Bakað við 175°C í 30 mín
Notes
Best er kryddbrauðið nýbakað, með smjöri og osti, en það er tilvalið til þess að taka með í nestiskörfuna.