Kúrekakavíar

Kúrekakavíar

Kúrekakavíar hefur ekkert með kavíar að gera, ekki láta nafnið blekkja þig. Á veisluborðið er kúrekakavíar frábær leið til að bera fram hollari kost en brauðrétti og ostasósur.

Brakandi ferskt grænmeti og næringarríkar baunir eru hér settar í partýgallann og um að gera að bera fram með uppáhalds snakkinu.

Kúrekakavíar

Kúrekakavíar

Það er enginn kavíar í þessari uppskrift. Bara ferskt og bragðgott grænmeti ásamt næringarríkum baunum. Frábær hráefni sem koma saman og gera litskrúðugt snarl á veisluborðið. Hollari kostur með uppáhalds snakkinu.
Prep Time 10 minutes
Cook Time 5 minutes

Ingredients
  

 • 1 dós Svartar baunir
 • 1 dós Svartaugnabaunir
 • 1 dós Maís baunir
 • 1 búnt Kóríander
 • 1 stk græn paprika
 • 1 stk rauð paprika
 • 1 dós Piccolo tómatar

Krydd

 • 1 tsk Chiliduft
 • 1 tsk salt
 • 3 msk sykur
 • 1 dl Olífuolia
 • ½ dl Lime safi

Instructions
 

 • Blandið saman kryddum, sykri, olíu og lime safa og látið standa.
 • Saxið grænmetið í mjög smáa bita (kavíarinn)
  Kúrekakavíar
 • Opnið baunadósirnar, hellið vökvanum af og blandið saman við grænmetisblönduna
 • Blandið öllu saman, grænmeti, baunum og kryddleginum
  Kúrekakavíar
 • Borið fram með maísflögum eða með kexi á ostabakka.

Notes

Þennan rétt má einnig nota sem meðlæti með grillmat

Vörur í færslu

Eðalborðsalt frá Prima
Eðalborðsalt frá Prima
Chiliduft
Chiliduft