Gamla góða möndlukakan sem amma og amma hennar gerði
Gamaldags Möndlukaka
Ingredients
- 200 gr hveiti
- 2 ½ tsk lyftiduft
- 125 gr sykur
- 2 stk egg
- ½ dl olía
- 1 dl mjólk
- 1 tsk möndludropar
- smá grænn matarlitur. Hægt er að búa til grænann með að nota ½ tsk af bláum á móti 1 tsk af gulum lit.
Instructions
- Hita ofninn í 180°c
- þeyta saman sykur og egg þangað til létt og ljóst
- Setjið restina af innihaldsefnunum samanvið og hrærið saman þangað til laust við kekki
- Smyrjið vel og setjið deigið í tvö lítil form eða eitt stærra
- Hellið deiginu ofaní formin, kakan lyftir sér aðeins þannig að ekki fylla formið meira en ¾
- Stingið formunum í 180°c heitann ofn, og lækkið hitan niður í 160°c
- Bakist í 45-60 mín
- Látið kökuna kólna í forminu.