20210607 182919 scaled

Nautatunga

Þessi uppskrift er mjög einföld og hægt er að nota tunguna sem aðalrétt, forrétt eða álegg ofaná brauð.

20210607 182919

Soðin Nautatunga

Gott að nota sem álegg, steikja á pönnu eða borða með kartöflum salati og sósu. 
Kjötið næst tungubroddinum inniheldur minnstu fituna en verður feitara og bragðminna ofar. 
Course Aðalréttir, Meðlæti

Ingredients
  

  • 1 stk Söltuð Nautatunga þyngdin á einni tungu er ca kíló
  • 5-6 lítrar vatn því meira vatn, því minna salt bragð af tungunni
  • 1 poki FLÓRU súpujurtir
  • 1 poki FLÓRU Lárviðarlauf
  • 8 stk hvítlauksrif
  • 1 stk laukur
  • 1 stk börkur af sítrónu ekki hafa hvíta partinn með
  • 1 stk safi úr sítrónu
  • 1-2 msk PRIMA Græn piparkorn eða eftir smekk
  • 1 msk Garam Masala krydd frá PRIMA

Instructions
 

Undirbúningur

  • Byrjð á að setja vatn í stóran pott og kveikið undir. 
    5-6 lítrar vatn
  • Hellið súpujurtunum og lárviðarlaufinu ofaní. 
    1 poki FLÓRU súpujurtir, 1 poki FLÓRU Lárviðarlauf
    20210605 151725
  • Skerið laukinn í tvennt og setjið útí 
    1 stk laukur
    20210605 153032
  • Pressið hvítlauksrifin með hníf til að opna þau,  skerið laukinn í tvennt og setjið útí  
    8 stk hvítlauksrif
    20210605 152954
  • Bætið útí sítrónu börk og safa úr sítrónu 
    1 stk börkur af sítrónu, 1 stk safi úr sítrónu
    20210605 153805
  • Bætið við Garam Masala kryddinu og piparkornum 
    1 msk Garam Masala krydd frá PRIMA, 1-2 msk PRIMA Græn piparkorn
    20210605 154957

Eldun

  • Látið suðuna koma upp og bætið þá nautatungunni útí. Yfirleitt er nautatungan skoluð fyrir notkun en  húðin er ekki tekin fyrr en eftir suðu. 
    1 stk Söltuð Nautatunga
    20210605 161403
  • Látið sjóða í 3 klst.  Þá ætti tungan að vera vel elduð, takið hana uppúr pottinum og setjið á bretti.
    20210605 195208
  • Á meðan tungan er ennþá volg (ekki sjóðandi heit) er auðvelt að taka skinnið af. Ef það er fast við getið þið notað hníf til að losa um ein reynið að láta sem minnst fara til spillis.  
    20210605 195521
  • Skerið tunguna í þunnar sneiðar og berið fram með t.d. sætkartöflumús, fersku saltati, bökuðum kartöflum eða sem álegg ofaná brauð.  
    20210607 182919
  • Ef soðið er ekki of salt er gott að nýta það til að búa til heita soðsósu 
    20210607 190245
Keyword álegg, einfalt, kjöt, nautakjöt, soðið