Rabbabarasíróp

Rabbabarasíróp

 

rabar123727

Rabbabarasíróp

Ef þú ert með rabbabara í garðinum, þá ertu alltaf að leita að hugmyndum til þess að gera fleira úr honum er rabbabarasultu og rabbabaraböku. Rabbabarasíróp er einfalt að útbúa og frábært að grípa til út á vöfflur og pönnukökur eða til að bragðbæta ferskt ávaxtasalat.
5 from 1 vote
Prep Time 3 minutes
Cook Time 15 minutes

Ingredients
  

  • 1 kg Rabbabari
  • ½ kg Sykur
  • 1 L Vatn
  • 1 tsk Engifer

Instructions
 

  • Rabbabarainn er hreinsaður í köldu vatni og brytjaður smátt í pott.
  • Sykur settur saman við í pottinn.
  • Vatni bætt við.
  • Látið suðuna koma upp, lækkið undir og látið malla í 15-20 mín.
  • Hellt á sigti til að sía hratið frá sírópinu.
  • Sírópinu hellt á hreinar flöskur.

Notes

Hratið er hægt að nýta til að búa til rabbabaraböku eða sjóða í sultu.