Rjómalagaður hvítlaukskjúklingur

 

IMG 9670

Rjómalagaður hvítlaukskjúklingur

Ljúffengur kjúklingur borinn fram með rjómalagaðri hvítlaukssósu með spínati, ásamt hrísgrjónum. Einfaldur og bragðgóður réttur sem er hár í próteini og lágur í kaloríum.
Course Aðalréttir
Servings 4 manns
Calories 1547 kcal

Ingredients
  

  • 600 grömm Kjúklingabringur
  • 2 matskeið Ólífuolía Bæði til að setja á kjúkling og á pönnu.
  • 1 teskeið Reykt paprikukrydd
  • 1 teskeið salt
  • 1 teskeið hvítlaukskrydd
  • 90 grömm Léttur rjómaostur
  • 100 grömm Saxað spínat
  • 300 ml Kókosmjólk
  • 35 grömm Rifinn parmesanostur
  • 200 grömm Hrísgrjón
  • 1 teskeið Óreganó
  • 1 teskeið Paprikukrydd
  • 1 teningur Kjúklingakraftur Leysa upp í 150ml af sjóðandi vatni
  • 2 rif Hvítlauksrif
  • 1/2 teskeið Svartur pipar
  • 1 teskeið Kjúklingakrydd

Instructions
 

  • Skerið kjúklingabringur til helminga langsum, setjið ólífuolíu á bringurnar og nuddið. Næst skal setja reykt paprikukrydd, salt, og hvítlaukskrydd á bringurnar.
    Hitið olíu á pönnu, steikið bringurnar við meðalháan hita, u.þ.b. 7 mínútur á hvorri hlið. Takið kjúklinginn af og leggið til hliðar.
    Sjóðið hrísgrjón.
    Sósa: Setjið kókosmjólkina, parmesanostinn, hvítlaukskrydd, óreganó, og svartan pipar í blender. 
    Sjóðið 150ml af vatni og leysið kjúklingakraftinn upp.
    Bætið smá ólífuolíu við á sömu pönnu og kjúklingur var eldaður á. Þegar olían er orðin heit bætið hvítlauksrifunum á. Notið hvítlaukspressu eða saxið hvítlaukinn. Brúnið hvítlaukinn, 1-2 mínútur.
    Því næst bætið þið við kjúklingakraftinum og sósunni úr blender og blandið við lágan hita í u.þ.b. 5 mínútur.
    Því næst skal bæta rjómaostinum við og hræra í þangað til hann hefur blandast saman við. Svo skal bæta við paprikukryddi og kjúklingakryddi.
    Að lokum bætið þið söxuðu spínati út í.

Notes

Macros
Prótein: 160gr
Kolvetni: 60gr
Fita: 102gr
Hitaeiningar: 1547 kkal
 
Notabene 1547 hitaeiningar fyrir 4 manns
Keyword aðalréttir, einfalt, kjúklingur, macros-friendly