ostabraud 6

Sælkerabrauð

Þetta dásamlega góða brauð inniheldur ost, döðlur og möndlur sem er að margra mati fullkomin samsetning. Gott eitt og sér eða með smjöri og áleggi

ostabraud 6

Ostabrauð með döðlum og möndlum

Course Bakstur, Brauð

Ingredients
  

  • 250 gr Döðlur saxaðar
  • ¾ bolli sjóðandi heitt vatn
  • 1 msk olía
  • 3 bollar hveiti
  • ½ bolli sykur má sleppa
  • 4 tsk lyftiduft
  • ¾ tsk salt
  • 120 gr Óðalostur eða annar sterkur ostur rifinn eða mjög smátt skorinn
  • 100 gr möndlur saxaðar
  • ½ bolli mjólk
  • 1 stk egg
  • 1 tsk vanilludropar

Instructions
 

Undirbúningur

    Döðlur

    • hitið vatn og setjið í skál
    • Saxið döðlurnar í litla bita og setjið útí vatnið.
    • Setjið til hliðar í smá stund
      ostabraud 2

    Möndlur

    • Ef þið eruð með heilar möndluð setjið þær þá í blandara ásamt allri mjólkinni
      ostabraud 160439 1
    • Myljið niður

    Ostur

    • Ef þið erum með heilan ost, þá þarf að rífa hann niður eða skera í litla bita.
    • Gott er að nota hveiti til að osturinn klístrist ekki allur saman
      ostabraud 163628

    Aðferð

    • Hitið ofninn í 175°c
    • Setjið öll innihaldsefnin í hrærivélaskál og hrærið vel saman. Vatnið fer með döðlunum útí deigið
    • Setjið deigið í smurt formkökumót, Passar í eitt stórt mót eða þrjú lítil Deigið á að vera mjög þétt í sér en reynið að jafna það út í mótinu eins vel og þið getið
    • Bakið í 40-60 mín við 170°c
      ostabraud 3
    • Látið brauðið kólna aðeins í forminu í 5-10 mín áður en þið takið það úr forminu