Sætkartöflu- og gulrótasúpa með kókosmjólk
Matarmikil og saðsöm grænmetissúpa með sætri kartöflu, gulrótum og kókosmjólk. Vegan, já, þar sem engar dýraafurðir koma við sögu.
Ingredients
- 1 stk Laukur
- 2 msk Olía, til steikingar
Krydd
- 3 tsk Hvítlauksduft
- 1 tsk Engifer
- 1 tsk Kóríander
- ½ tsk Cumin
- ¼ tsk Chili
- 2 stk Súputeningar
Grænmeti
- 1 stk Sæt kartafla
- 4 stk Gulrætur
Vökvi
- 400 ml Kókosmjólk
- 750 ml Vatn
Instructions
- Afhýðið og skerið grænmeti, lauk, gulrætur, sætu kartöfluna
- Mælið kryddin, setjið saman í kryddblöndu og setjið til hliðar
- Í pottinum sem súpan er soðin í, setjið olíu og steikið laukinn þar til hann verður glær
- Bætið þá við grænmetinu, gulrótunum og sætu kartöflunni
- Blandið kryddblöndunni saman við og steikið léttilega
- Bæti við vatni og súputeningum. Fáið upp suðu, lækkið hitann og látið súpuna malla í 20 mín
- Maukið súpuna með töfrasprota, alveg ef þú vilt en það má alveg skilja eftir nokkra bita.
- Bætið að lokum kókosmjólkinni saman við og náið suðunni upp aftur.
Notes
Þegar súpan er borin fram má setja á hana topp af rjómaosti eða rifnum osti. Mjög gott að hafa maísflögur með í stað þess að bera fram brauð.