Sætkartöflusúpa með snakki

Sætkartöflu- og gulrótasúpa með kókosmjólk

Sætkartöflusúpa, hráefni

Sætkartöflu- og gulrótasúpa með kókosmjólk

Matarmikil og saðsöm grænmetissúpa með sætri kartöflu, gulrótum og kókosmjólk. Vegan, já, þar sem engar dýraafurðir koma við sögu.
Prep Time 10 minutes
Cook Time 30 minutes

Ingredients
  

  • 1 stk Laukur
  • 2 msk Olía, til steikingar

Krydd

  • 3 tsk Hvítlauksduft
  • 1 tsk Engifer
  • 1 tsk Kóríander
  • ½ tsk Cumin
  • ¼ tsk Chili
  • 2 stk Súputeningar

Grænmeti

  • 1 stk Sæt kartafla
  • 4 stk Gulrætur

Vökvi

  • 400 ml Kókosmjólk
  • 750 ml Vatn

Instructions
 

  • Afhýðið og skerið grænmeti, lauk, gulrætur, sætu kartöfluna
    Sætkartöflusúpa, hráefni
  • Mælið kryddin, setjið saman í kryddblöndu og setjið til hliðar
  • Í pottinum sem súpan er soðin í, setjið olíu og steikið laukinn þar til hann verður glær
  • Bætið þá við grænmetinu, gulrótunum og sætu kartöflunni
  • Blandið kryddblöndunni saman við og steikið léttilega
    Saetkartoflusupa steiking1920x1080
  • Bæti við vatni og súputeningum. Fáið upp suðu, lækkið hitann og látið súpuna malla í 20 mín
  • Maukið súpuna með töfrasprota, alveg ef þú vilt en það má alveg skilja eftir nokkra bita.
    Sætkartöflusúpa, maukuð með töfrasprota
  • Bætið að lokum kókosmjólkinni saman við og náið suðunni upp aftur.

Notes

Þegar súpan er borin fram má setja á hana topp af rjómaosti eða rifnum osti. Mjög gott að hafa maísflögur með í stað þess að bera fram brauð.
Sætkartöflusúpa með snakki

Vörur í uppskrift

hvitlauksduft
Engifer malad TIN 20500
Kóríander
Cumin
Chiliduft