Þessi blanda er rosalega góð og gefur matnum arabískan keim. Blandan gefur mikið kryddbragð sem dansar við bragðlaukana án þess að vera sterkt. Það sem er öðruvísi við þessa blöndu en margar aðrar Shawarma blöndur er að hún inniheldur ekki kóríander eins og flestar aðrar.
Shawarma
Ingredients
- 2 msk Hvítlauksduft frá PRIMA
- 2 msk Svartur pipar frá PRIMA
- 2 msk Allra handa krydd frá PRIMA
- 1 msk Múskat frá PRIMA
- 1 msk Kanill frá PRIMA
- 1 msk Kardimommuduft frá PRIMA
- ½ msk Chili duft frá PRIMA
- ½ msk Oregano, þurrkað frá PRIMA
- ½ msk Eðalborðsalt frá PRIMA
- 2 tsk Negull
Instructions
- Öllum kryddunum er blandað saman í eina krukku, t.d. sultukrukku eða í stóran kryddstauk.
- Þetta er frekar stór uppskrift og passar ekki í litlu kryddstaukana en gott er að eiga þessa blöndu til tilbúna að grípa í.
- Hentar einstaklega vel á kjöt og grillað grænmeti. Mjög bragðmikið en milt.