Sítrónukaka með þurrkuðum berjum og sítrónuglassúr
Sítrónu berja kaka
Ingredients
- 1 bolli þurrkuð ber, td. Bláber og Kirsuber
- 1 stk Kanilstöng
- 2-4 bollar sjóðandi heitt vatn til að mýkja berin
- 2 msk Sítrónubörkur
- 2 msk Sítrónusafi
- 7 ½ dl Hveiti
- ½ tsk Matarsódi
- ½ tsk salt
- 1 dl olía
- 5 dl Sykur
- 3 stk Egg við stofuhita
- 1 bolli AB mjólk
Glassúr
- 3 bollar Flórsykur
- 1 tsk Sítrónubörkur, rifinn með rifjárni
- ¼ bolli Sítrónusafi
Instructions
- Stillið ofnin á 160°c
Undirbúningur fyrir berin
- Setjið berin í skál og hellið sjóðandi heitu vatni yfir þannig að vatnið nái vel yfir berin
- brjótið kanilstöng í tvennt og setjið útí með berjunum
- Setjið til hliðar og bíðið í a.m.k. 25 mín.
- Sigtið allan vökva og kanilstöng frá berjunum og þerrið aðeins.
- Afgangsvökvinn er góður til drykkjar
Bakstur
- Blandið saman hveiti, matarsóda og salt
- þeytið sykur og olíu saman í stórri skál. Þeytið í ca 3 mín eða þangað til sykurinn er byrjaður að bráðna.
- Notið sleif til að skafa meðfram hliðum og botni svo allt þeytist vel
- Bætið útí eggjum, einu í einu og þeytið á milli
- setjið útí helminginn af hveitinu, matarsóda og salt og þeytið
- bætið við AB mjólk, sítrónusafa og sítrónubörk og þeytið
- Bætið við restina af hveitinu og þeytið
- núna eru berin sett útí og öllu hrært vel saman
- Smyrjið vel ferkantað form eða 25 cm (10") hringlaga bökunarform með gati í miðju
- Hellið deiginu í formið, bakið fyrir miðjum ofni í 65 mín
- fjarlægið úr ofni og látið kólna í 10 mín.
- Þegar kakan hefur kólnað í 10 mín, fjarlægið hana þá úr forminu og setjið á grind. Ef þið viljið mikið af glassúr getið þið búið til nokkur göt með gafli