Skúffukaka
Klassísk skúffukaka sem er auðvelt að baka og allir elska að borða. Stór uppskrift sem passar vel í stóra ofnskúffu, svo í minni skúffur eða skúffukökuform er vel hægt að gera hálfa uppskrift.
Ingredients
- 3 ½ bolli Hveiti
- 3 bollar Sykur
- 5 tsk Lyftiduft
- 1 tsk Matarsódi frá Flóru
- 8 msk Kakó frá Flóru
- 1 tsk Eðalborðsalt frá Prima
- 1 bolli Smjör eða smjörlíki (bráðið)
- 2 bollar Mjólk
- 4 stk Egg
- 2 tsk Vanillusykur frá Flóru
Krem
- 125 gr Flórsykur
- 125 gr Smjör (bráðið)
- 2 msk Kakó frá Flóru
- 1 stk Egg
- 1 tsk Vanillusykur frá Flóru
Instructions
- Smyrjið ofnskúffu form með olíu
- Hrærið saman sykur og egg þangað til létt og ljóst
- Blandið saman þurrefnum og bætið útí
- Bræðið smjörið, bætið við mjólkinni og setjið saman við
- Hrærið allt vel saman og hellið í smurða ofnskúffuna
- Bakað við 175°c í 25 mín
- Að lokum er kökunni leyft aðeins að kólna.
- Útbúið kremið á kökuna
- Skreytið með kökuskrautinu
- Borðið með bestu lyst, best með glasi af ískaldri mjólk