brunsosa

Soðsósa

Einföld sósa gerð frá grunni með kjötsoði en einfalt er að breyta uppskriftinni ef þú átt ekki soð.

Nautatunga

Sósa gerð úr soði

Course Meðlæti

Ingredients
  

  • 1 líter soð sigtað og aðeins tæri vökvinn nýttur.
  • 1 – 2 stk grænmetisteningar  
  • smá Maizenamjöl til að þykkja sósuna, magn fer eftir hversu þykka sósu þú vilt en venjulegast þarf ekki mikið.
  • smá sósulitur frá Frón til að ná rétta litnum 
  • 2-4 msk rjómi

Instructions
 

  • Soðið sett í pott og komið upp suðu
  • bætið útí grænmetistenging, magn fer eftir hversu bragðmikið soðið er
  • Hrærið vel saman og látið teninginn leysast vel upp. Lækið undir á minnsta hita og þykkið með maizenamjöli. Það tekur smá stund fyrir sósuna að þykkna þannig að ekki bæta of miklu mjöli við í einu.   
  • hrærið vel og bætið við aðeins meira maizenamjöli ef þarf. 
  • Setjið útí nokkra dropa af sósulit  og hrærið vel saman. Passið að setja ekki of mikið til að sósan verði ekki svört. 
  • Í lokin er sett smá svetta af rjóma og sósan hituð upp að suðu. Passið að það sjóði ekki. 
  • þessi sósa er góð með öllum kjötréttum og hægt er að nota vatn í stað soðs ef vill. Þá er á móti notaðir fleiri súputengingar. 
Keyword einfalt, sósur