Hefðbundinn íslenskur fiskur, steiktur í raspi á pönnu, með lauk
Steiktur fiskur
Ingredients
- 500 gr ýsa eða þorskur
- 1 stk egg
- 1 dl Brauðrasp frá Flóru
- Eðalsalt frá Prima
- smá Sítrónupipar
- 1 stk laukur, niðurskorinn
Instructions
- Skerið fiskinn í bita
- útbúið eina skál með hrærðu eggi og aðra með raspi og kryddi blandað saman
- Skerið laukinn niður, gróft eða smátt eftir smekk
- Byrjið á að steikja laukinn með olíu á pönnu
- Þegar laukurinn er byrjaður að brúnast aðeins þá er hann tekinn af pönnunni og lagður til hliðar (fer á fiskinn í lokin)
- dýfið fisknum fyrst í eggið svo í raspið og setjið á sjóðandi heita pönnuna, bætið við olíu ef þarf
- Steikið fiskinn á báðum hliðum
- Stráið lauknum jafnt yfir fiskinn
- Berið fram á pönnunni með soðnum kartöflum og fersku salati